Giant - in Nature

29/4/2014

  • Giants - in Nature

Síðustu tvo vetur hefur hópur nemenda og kennara úr Borgargholtsskóla tekið þátt í Comeniusarverkefninu Giants - in Nature, ásamt ítölskum framhaldsskóla: Polo Valboite Institute frá Cortina D´Ampezzo í Veneto héraði.   

Markmið verkefnisins var, ásamt því að vinna að alþjóðatengslum, að nemendur skoðuðu frá sjónarhóli listsköpunar og vísinda öfl náttúrunnar, hvaða áhrif þau hafa á líf fólks og tilveru þess.  Ýmsar aðferðir voru hafðar við sköpun og úrvinnslu, m.a. teknar ljósmyndir, tekin vídeó, spiluð tónlist, teiknað, málað, bókmenntir lesnar, textar ritaðir og leiknir á sviði.  Sett var upp Word Press síða fyrir verkefnið og lógó hannað.

Nemendur skólanna hafa sl. tvo vetur haft samskipti á vefnum en einnig voru haldnar tvær vinnusmiðjur.  Sú fyrri var á Íslandi í júní 2013 þegar 12 manna hópur kom í heimsókn í 10 daga. Hóparnir unnu þá í smiðju í Borgarholtsskóla, ferðuðust um suðvestur hornið og einnig Snæfellsnes til að safna efni.  

Fyrir páska hélt svo hópur nemenda Borgarholtsskóla til Ítalíu og var unnið í Cortina d´Ampezzo og ferðin endaði í Feneyjum.   Í Cortina sýndu íslensku nemendurnir frumsamin leikþátt sem fluttur var á ensku og lauslega byggður á sögu Giacomo Leopardi: A Dialogue Between Nature and an Icelander.

 Efsta myndin er tekin í Feneyjum í apríl 2014.

Giants - in Nature

Hópurinn fór í sjóstangaveiði í  Grundarfirði í júní 2013.

Giants - in Nature

Aðgerðaáætlun verkefnisins.


Giants - in Nature

Lógóið sem vann samkeppni milli nemenda en það var Elías Arnar Hjálmarsson sem átti hönnunina sem þótti best henta verkefninu.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira