Giant - in Nature
Síðustu tvo vetur hefur hópur nemenda og kennara úr Borgargholtsskóla tekið þátt í Comeniusarverkefninu Giants - in Nature, ásamt ítölskum framhaldsskóla: Polo Valboite Institute frá Cortina D´Ampezzo í Veneto héraði.
Markmið verkefnisins var, ásamt því að vinna að alþjóðatengslum, að nemendur skoðuðu frá sjónarhóli listsköpunar og vísinda öfl náttúrunnar, hvaða áhrif þau hafa á líf fólks og tilveru þess. Ýmsar aðferðir voru hafðar við sköpun og úrvinnslu, m.a. teknar ljósmyndir, tekin vídeó, spiluð tónlist, teiknað, málað, bókmenntir lesnar, textar ritaðir og leiknir á sviði. Sett var upp Word Press síða fyrir verkefnið og lógó hannað.
Nemendur skólanna hafa sl. tvo vetur haft samskipti á vefnum en einnig voru haldnar tvær vinnusmiðjur. Sú fyrri var á Íslandi í júní 2013 þegar 12 manna hópur kom í heimsókn í 10 daga. Hóparnir unnu þá í smiðju í Borgarholtsskóla, ferðuðust um suðvestur hornið og einnig Snæfellsnes til að safna efni.
Fyrir páska hélt svo hópur nemenda Borgarholtsskóla til Ítalíu og var unnið í Cortina d´Ampezzo og ferðin endaði í Feneyjum. Í Cortina sýndu íslensku nemendurnir frumsamin leikþátt sem fluttur var á ensku og lauslega byggður á sögu Giacomo Leopardi: A Dialogue Between Nature and an Icelander.
Efsta myndin er tekin í Feneyjum í apríl 2014.
Hópurinn fór í sjóstangaveiði í Grundarfirði í júní 2013.
Aðgerðaáætlun verkefnisins.
Lógóið sem vann samkeppni milli nemenda en það var Elías Arnar Hjálmarsson sem átti hönnunina sem þótti best henta verkefninu.