Verðlaunaafhending í þýska sendiráðinu

29/4/2014

  • Verðlaunaafhending í þýska sendiráðinu

Fyrir nokkru tóku sex nemendur úr Borgarholtsskóla þátt í forprófi fyrir ólympíuleikana í þýsku sem fara fram í Frankfurt í sumar.
Þessir nemendur fóru í gær, mánudaginn 28. apríl,  ásamt kennurunum sínum og skólameistara í þýska sendiráðið að taka á móti viðurkenningu fyrir frábæran árangur, en nemendur Borgarholtsskóla röðuðu sér í þrjú efstu sætin.
Nemendurnir sem tóku þátt heita Brynhildur Ásgeirsdóttir, Jón Pálsson, Björn Víkingur Þórðarson, Ásdís Hafdísardóttir, Gísli Þór Guðmundsson og Þorsteinn Þór Jóhannesson.


Sami hópur tók líka þátt í árlegri þýskuþraut sem Félag þýzkukennara stendur að. 91 framhaldsskólanemandi af öllu landinu tók þátt og tveir af okkar nemendum, þau Brynhildur og Jón, urðu efst en aðrir úr hópnum röðuðu sér í 10 efstu sætin.

 

Brynhildur og Þorsteinn fara á Ólympíuleikana í Frankfurt í Þýskalandi

Ásdís fer í 4 vikur til Þýskalands á vegum FÞ og PAD í Þýskalandi

Gísli fer í 3 vikur til Þýskalands á vegum FÞ og Eurocamp í Þýskalandi

Jón og Björn fara á 3ja vikna námskeið í Þýskalandi í gegnum PASCH verkefnið sem Borgarholtsskóli tekur þátt í.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira