Leikfélag BHS frumsýnir Breakfast club
Leikfélag Borgarholtsskóla frumsýnir leikritið Breakfast club fimmtudaginn 3. apríl kl. 19.30.
Leikarar í sýningunni eru Bergrún Lilja Jónsdóttir, Christian La cosse/Kevinsson, Daníel Ingi Sommer, Hafþór Eggertsson, Kristján Pétur Jónsson, Rúnar Leó Þorvarðarson og Sif Embla Hreinsdóttir.
Leikstjórn er í höndum Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur, danshöfundur er Birgitta Svava Pálsdóttir og sviðstjóri er Magga Bóthildardóttir.
Sýningarnar verða í skólanum eftirfarandi daga:
3. apríl kl: 19:30
4. apríl kl: 19:30
5. apríl kl 14:00 og 19:30
6. apríl kl 14:00 og 19:30
9. apríl kl 19:30
Miðapantanir eru í síma 774-7370 eða við innganginn.
Verð: 2000.- kr.
Félagar í NFBHS og nemendur í grunnskóla: 1500.- kr.
Nánari upplýsingari á atburði Leikfélags BHS á facebook.
Meðfylgjandi mynd var tekin af leikhópnum á æfingu í dag. Á facebook síðu skólans er hægt að sjá fleiri myndir.