Brynhildur og Þorsteinn bæði á ólympíuleikana í þýsku
Ísland mun senda tvo nemendur á ólympíuleikana í þýsku sem haldnir eru annað hvert ár. Brynhildur Ásgeirsdóttir og Þorsteinn Þór Jóhannesson munu taka þátt fyrir Íslands hönd og eru þau bæði nemendur í Borgarholtsskóla. Þessir krakkar eiga án efa eftir að verða landi og þjóð til sóma.
Meðfylgjandi mynd er fengin af facebook síðu Borgarholtsskóla.