Stærðfræðikeppni grunnskólanema
Föstudaginn 14. mars hélt Borgarholtsskóli Stærðfræðikeppni grunnskólanna fyrir nemendur unglingadeilda í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ,Norðlingaholti, Kjalarnesi og Árbæ.
Keppnin var þrískipt eftir bekkjum. Alls tóku 164 nemendur þátt, í 8. bekk voru 58 nemendur, í 9. bekk voru 51 nemendur og í 10. bekk voru 55 nemendur.
Nemendur máttu ekki nota vasareikni. Í fyrsta hluta voru krossaspurningar og var gefið 3 stig fyrir rétt svar en -1 fyrir rangt (0 fyrir ekkert svar). Í öðrum hluta voru fimm spurningar þar sem þar sem rétt svar gaf 5 stig annars 0 stig, enga útreikninga þurfti að sýna. Í síðusta hlutanum þurfti að vanda útreikning og gaf góð framsetning á lausninni fleiri stig. Alls var hægt að fá 10 stig fyrir hana.
Um skipulag og framkvæmd keppninnar sá Jóhanna Eggertsdóttir fagstjóri í stærðfræði og naut hún aðstoðar reyndra nemenda í BHS.