Lið BHS í 2. sæti í Gettu betur
Lið BHS mætti liði MH í kvöld í úrslitum Gettu betur. Lið BHS sýndi glæsilega frammistöðu en það dugði þó ekki gegn sterku liði MH. Lið BHS náði 18 stigum gegn 27 stigum liðs MH.
Í liði Borgarholtsskóla voru þeir Ingi Erlingsson, Daníel Óli Ólafsson og Arnór Steinn Ívarsson. Þessir strákar eru búnir að standa sig mjög vel í gegnum alla keppnina og er þeim hér með óskað til hamingju með glæsilegan árangur.
Meðfylgjandi mynd er fengin af facebook síðu Nemendafélags Borgarholtsskóla.