Lið BHS í 2. sæti í Gettu betur

15/3/2014

  • Gettu betur lið BHS mars 2014

Lið BHS mætti liði MH í kvöld í úrslitum Gettu betur.  Lið BHS sýndi glæsilega frammistöðu en það dugði þó ekki gegn sterku liði MH.  Lið BHS náði 18 stigum gegn 27 stigum liðs MH. 

Í liði Borgarholtsskóla voru þeir Ingi Erlingsson, Daníel Óli Ólafsson og Arnór Steinn Ívarsson.  Þessir strákar eru búnir að standa sig mjög vel í gegnum alla keppnina og er þeim hér með óskað til hamingju með glæsilegan árangur.

Meðfylgjandi mynd er fengin af facebook síðu Nemendafélags Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira