Forpróf fyrir ólympíuleika í þýsku
Niðurstaða í forprófi fyrir ólympíuleika í þýsku sem fara fram í Frankfurt í sumar liggur nú fyrir. Nemendur Borgarholtsskóla voru í þremur efstu sætunum. Hæstu einkunn á prófinu yfir landið hlaut Brynhildur Ásgeirsdóttir nemandi á bóknámsbraut Borgarholtsskóla með einkunina 9.37. 51 íslenskur nemandi tók þátt í forprófinu, 1 nemandi úr MA, 44 úr MR og sex frá Borgarholtsskóla. Auk Brynhildar tóku þau Jón Pálsson, Björn Víkingur Þórðarson, Ásdís Hafdísardóttir, Gísli Þór Guðmundsson og Þorsteinn Þór Jóhannesson þátt fyrir hönd skólans.
Leikarnir eru haldnir annað hvert ár. Borgarholtsskóli er stoltur með árangurinn.