Iðnnemakeppni í Kórnum
Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Kórnum samhliða framhaldsskólakynningu. Tilgangurinn er að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum. Keppt er í 23 greinum en auk keppninnar eru sýningar á margvíslegum iðn- og verkgreinum og einnig atriði á sviði.
Nokkrir nemendur Borgarholtsskóla taka þátt í íslandsmótinu og á meðfylgjandi mynd má sjá einn af þeim, Gabríel nema í bifvélavirkjun.