BHS í undanúrslitum Gettu betur

4/3/2014

  • Spurningakeppni milli nemenda og kennara

Efnt var til spurningakeppni í matsalnum í hádeginu í dag.  Lið Borgarholtsskóla í Gettu betur mætti liði kennara.  Lið kennara skipuðu Hanna, Magnús Hlynur og Bryndís.  Lið nemenda sigraði með nokkrum yfirburðum.
Á föstudaginn kemur verður heldur meiri alvara þegar undanúrslit Gettu betur fara fram í sjónvarpi, en þá mætir lið Borgarholtsskóla liði MA.

Áfram Borgó!!!


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira