Jeppaferð á skóhlífadögum

21/2/2014

  • Jeppaferð

Eitt af því sem boðið var upp á á skólhlífadögum var jeppaferð.  Farið var í ferðina miðvikudaginn 19. febrúar.  Veðurguðirnir voru ferðalöngum ekki sérstaklega hliðhollir, en samt var farið þar sem ekki leit út fyrir að veður myndi verða betra næsta dag.  40 nemendur og 4 kennarar fóru á 23 jeppum. 
Lagt var af stað um kl. 9:00 og ekið á Þingvöll, um Lyngdalsheiði, meðfram Þjófahrauni og inn undir Skjaldbreið.
Vindur blés hressilega, en engin ofankoma og var skyggni því ágætt.
Allir skemmtu sér mjög vel og komust í bæinn aftur um kl. 18:00 þrátt fyrir smábilanir.

Jeppaferð

Jeppaferð

Jeppaferð

Jeppaferð

Jeppaferð


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira