Skóhlífadagar

19/2/2014

  • Skóhlífadagar - matreiðsla

Skóhlífadagar standa nú yfir í Borgarholtsskóla.  Skóhlífadagar eru þemadagar sem haldnir eru á vorönn ár hvert og draga nafn sitt af því að á fyrstu árum skólans voru allir nemendur í bláum skóhlífum og setti það sterkan svip á ganga skólans.

Í stað hefðbundinnar kennslu er boðið upp á fjölbreytt námskeið.  Það er skólaskylda þessa daga og verður hver nemandi að velja sér þrjú námskeið til að sitja.

Að venju er efni námskeiðanna mjög fjölbreytt, t.d. félagsvist, blóðgjöf, kökubakkasmíði, jóga, prjón og hekl, matreiðsla, ljóðagerð, golf og jeppaferð.

Skóhlífadagar - tarotpælingar

Skóhlífadagar - skák

Skóhlífadagar - prjón og hekl

Skóhlífadagar - matreiðsla

Skóhlífadagar - málmsmíði

Skóhlífadagar - ljóðagerð

Skóhlífadagar - vinnustofa listnámsnema

Skóhlífadagar - Lítil brjóst og loðnar píkur

Skóhlífadagar - félagsvist

Skóhlífadagar - Deep Purple

Skóhlífadagar - bókasafn

Skóhlífadagar - Að vera blóðgjafi

Skóhlifadagar - afreksíþróttir


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira