Komnir í undanúrslit Gettu betur
Lið Borgarholtsskóla sigraði lið Fjölbrautaskóla Garðabæjar í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld með 18 stigum gegn 16. Liðið er þar með komið í undanúrslit ásamt liðum MA og MH. Hvert fjórða liðið verður ræðst á föstudaginn en þá keppa lið MR og VÍ. Eftir þá viðureign verður dregið og kemur þá í ljós hvenær lið Borgarholtsskóla keppir aftur og hverjum strákarnir mæta.
Í liði Borgarholtsskóla eru Ingi Erlingsson, Daníel Óli Ólafsson og Arnór Steinn Ívarsson.