Vel heppnað kaffihúsakvöld

6/2/2014

  • Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld var haldið í skólanum í gærkvöldi.  Salnum var breytt í notalegt kaffihús þar sem hægt var að njótra góðra veitinga og skemmtiatriða.

Þau sem urðu í þremur efstu sætum söngkeppni Borgarholtsskóla sungu sín lög auk þess sem skólahljómsveitin steig á stokk og flutti nokkur lög.

Þorgrímur Þráinsson sagði nokkur orð um mikilvægi þess að lifa í núinu og muna eftir að njóta hvers augnabliks.

Javier Fernandez Valino og Ástrós Traustadóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, nýkrýndir Íslandsmeistarar í latin dönsum, komu og dönsuðu fyrir gesti.

Allir gestir fengu afhenta happdrættismiða og voru nokkuð margir sem duttu í lukkupottinn og fengu veglegar gjafir.

Kaffihúsakvöldið var skipulagt af heilsueflingarhópnum undir stjórn Höllu Karenar Kristjánsdóttur í samvinnu við nemendafélag skólans.

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Kaffihúsakvöld 2014

Karen Lind og Bryndís skólameistari

Karen Lind Harðardóttir

Aron Hannes Emilsson

Kolfinna Þorgrímsdóttir

Skólahljómsveit Borgarholtsskóla

Þorgrímur Þráinsson

Javier Fernandez Valino og Ástrós Traustadóttir


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira