Kennaranemar í heimsókn
Á þriðjudaginn komu til okkar hressir og kátir kennaranemar úr Menntaskólanum í Kópavogi . Þau komu hingað til að kynna sér starfsemina á sem fjölbreyttastan máta. Bryndís skólameistari bauð þau velkomin og fræddi um starfsemina en síðan tók Anton við og sagði frá skólaþróun. Heimsókninni lauk með kynnisferð um skólann. Litið var inn í kennslu og aðeins rætt við nemendur.
Vonumst við til að gestirnir hafi notið heimsóknarinnar og séu margs visari.