Komnir í átta liða úrslit í Gettu betur

27/1/2014

  • Gettu betur lið BHS

Lið Borgarholtsskóla í Gettu betur vann Fjölbrautaskóla Suðurnesja eftir bráðabana á laugardaginn var.  Lokastaðan var 20 stig gegn 19.

Í liði Borgarholtsskóla eru Ingi Erlingsson, Daníel Óli Ólafsson og Arnór Steinn Ívarsson. 

Þau lið sem komust í 8 liða úrslit eru auk Borgarholtsskóla,  Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Kvennaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík. 

Keppnin færist nú úr útvarpi í sjónvarp og verður fyrsta viðureignin n.k. föstudagskvöld.

Lið Borgarholtsskóla mun mæta liði Fjölbrautaskóla Garðabæjar föstudagskvöldið 14. febrúar.

Meðfylgjandi mynd er fengin af síðu Nemendafélags Borgarholtsskóla á facebook.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira