Fyrstu dreifnámslotur vorannar

13/1/2014

  • Mynd af bóknámshúsi og stjórnunarálmu

Dreifnám Borgarholtsskóla hófst um helgina með staðbundinni lotu í skólanum. Á þriðja hundrað nemendur á aldrinum 21 til 65  ára mættu til leiks. Síðan verða nemendur í vikulegum samskiptum við kennara sinn með verkefnaskilum og umræðum og mæta svo aftur í tvær lotur til viðbótar á önninni. Flestir stunda nám á þjónustubrautum eða 133 og eru félagsliðanemar þar fjölmennastir. 17 eru í námi í bíliðngreinum, 37 í málmiðngreinum og 19 í margmiðlunarhönnun.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira