Útskriftarhátíð í desember 2013

20/12/2013

  • Útskrift desember 2013

Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla var haldin í dag 20. desember. Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari stýrði athöfninni.

Útskrift desember 2013


Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar spilaði fyrir gesti í anddyri skólans.Útskrift desember 2013

Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari fór yfir það helsta úr skólastarfinu á þessu 18. starfsári skólans..  Á haustönn 2013 voru alls 1.356 nemendur í skólanum,  1.143 nemendur í dagskóla og 213 nemendur í dreifnámi.

Útskriftarhópurinn var venju samkvæmt skipaður ungu fólki um tvítugt og fólki á miðjum aldri.  126  nemandi var brautskráður frá skólanum; 30 úr bíliðngreinum,  38 af bóknámsbrautum til stúdentsprófs,  14 af listnámsbraut,  4 úr málm- og véltæknigreinum og 40 af þjónustubrautum.

Kennslustjórar afhentu nemendum skírteini um námslok. Margir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Útskrift desember 2013Fyrir og eftir afhendingu prófskírteina söng sönghópurinn  Vox populi sem í eru „burtflognir“ Borghyltingar nokkur lög.Útskrift desember 2013

Í ræðu sinni til útskriftarnema nefndi Bryndís skólameistari að mikilvægt væri að taka virkan þátt í samfélaginu og mynda sér skoðanir um sitt nærumhverfi.  Í anda þessa og nýrra laga um framhaldsskóla var haldinn lýðræðisfundur á síðasta skólaári og á þessari önn var skoðanakönnun meðal nemenda um forgangsröðun þeirra breytinga sem fram komu á lýðræðisfundinum.  Skólinn hefur margþætta ábyrgð, fyrst og fremst ábyrgð sem snýr að því að búa ungmenni undir líf og lífsbaráttu, en einnig ákveðna samfélagslega ábyrgð.  Skólinn fagnar fjölbreytileikanum og tekur vel á móti öllum nemendum hvar sem þeir eru staddir á þroskabrautinni.  Bryndís hvatti nemendur til að setja sér markmið og og leitast við að læra af því umhverfi sem þeir lifa í.  Hún tók Nelson Mandela sem dæmi um mann sem styrktist í mótlætinu og varð fyrirmynd milljóna um allan heim þrátt fyrir að hann væri fangi í 27 ár.  Útskriftarnemendur voru hvattir til að vera óhræddir við að taka að sér krefjandi verkefni, því þannig myndu þeir vaxa og eflast.  Að lokum óskaði Bryndís  útskriftarnemum gæfu og velfarnaðar í framtíðinni og sagðist vona að árin í Borgarholtsskóla hefðu veitt þeim veganesti til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra.

Útskrift desember 2013Útskrift desember 2013

Ívar Guðmundsson nýstúdent af listnámsbraut flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Guðrún Ásta Björgvinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd dreifnámsnema.

Bryndís skólameistari endaði á að óska gestum gleðilegra jóla og sagði útskriftarhátíðinni slitið.

Útskrift desember 2013

Kristján M. Gunnarsson kennslustjóri bíliðngreina afhendir prófskírteini.

Útskrift desember 2013

Anton Már Gylfason kennslustjóri bóknáms afhendir prófskírteini.

Útskrift desember 2013

Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri þjónustubrauta afhendir prófskírteini.

Útskrift desember 2013

Aðalsteinn Ómarsson kennslustjóri málmiðngreina afhendir prófskírteini.

Útskrift desember 2013

Kristján Ari Arason kennslustjóri listnámsbrautar afhendir prófskírteini.

Útskrift desember 2013

Og húfurnar fóru á loft ....

Útskrift desember 2013

... og lentu.

Útskrift desember 2013

Fyrsti útskriftarhópur úr viðbótarnámi félagsliða úr Borgarholtsskóla.

Útskrift desember 2013

Bryndís skólameistari og Ingi Bogi aðstoðarskólameistari ánægð með dagsverkið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira