Afreksnemendur í æfingahópa

13/12/2013

  • Afreksnemendur

Jón Pálsson var valinn í 20 manna æfingahóp í u20 ára landsliði Íslands í handbolta.  Jón er markvörður og leikur með meistaraflokki Fjölnis þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur stundað nám á afreksíþróttasviði í 2 ár og lagt hart að sér við æfingar. Hann er nú að uppskera árangur erfiðisins.

Guðný Ósk Friðriksdóttir, María Eva Eyjólfsdóttir, Diljá Mjöll Aronsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir voru valdar í æfingahóp hjá u19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Stelpurnar stunda allar nám í Borgarholtsskóla ásamt því að vera á afreksíþróttasviði skólans.  Guðný er markmaður sem hefur farið mikið fram í vetur undir stjórn Henriks Bödker markmannsþjálfara afreksíþróttasviðsins. María er miðjumaður og hefur nú þegar leikið sex leiki fyrir u17 ára landslið Íslands. Diljá er hörku varnarmaður sem einnig æfir handbolta og því gríðarlega fjölhæf. Hulda Hrund er framherji og marksækin mjög. Hún hefur nú þegar leikið 9 leiki fyrir Íslands hönd í u17 ára liðinu og skorað 1 mark.  Stelpurnar eru allar fæddar 1997 og á sínu fyrsta ári bæði í Borgarholtsskóla og í u19 ára landsliðinu. Möguleikar þeirra til að komast í u19 ára liðið á næstu þremur árum teljast því nokkuð góðar.

Þessum nemendum er óskað til hamingju með árangurinn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira