Bílgreinaráð stofnað
Samstarfsvettvangur bílgreina, Bílgreinaráð, var stofnað í Borgarholtsskóla í gær. Því er ætlað að vera vettvangur Bílgreinasambandsins, IÐUNNAR fræðsluseturs, Félags iðn- og tæknigreina og Borgarholtsskóla um þróun náms og kennslu á framhaldsskólastigi í bílgreinum. Ráðið er vettvangur skoðanaskipta og farvegur samstarfs um menntun í bílgreinum. Meðal markmiða Bílgreinaráðs er eftirfarandi:
- Að stuðla að því að bílgreininni standi til boða vel menntað og þjálfað fagfólk.
- Að vera skóla og fyrirtækjum leiðbeinandi í tækniþróun.
- Að tryggja að nýjungar skili sér í framboð menntunar í Borgarholtsskóla.
- Að vera farvegur fyrir áherslur atvinnulífsins í kennslu bílgreina á framhaldsskólastigi.
- Að meta kröfur atvinnulífsins til skólans og getu hans til að uppfylla þær.
- Að stuðla að því að skólanum séu búin bestu skilyrði til að sinna skyldu sinni.
Hver stofnaðili skipar einn fulltrúa í bílgreinaráð, ótímabundið. Ráðsmenn skipta með sér verkum.