Viðurkenning fyrir enskar smásögur

28/11/2013

  • Verðlaunahafar í smásagnakeppni

Miðvikudaginn 27. nóvember veittu enskudeildin og Penninn/Eymundsson nokkrum nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í smásagnasamkeppni á vegum FEKI (Félags enskukennara á Íslandi).

Nemendur á öllum stigum ensku í Borgarholtsskóla tóku þátt í keppninni og skiluðu margir hverjir framúrskarandi góðum sögum á mjög vandaðri ensku. Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem hafði úr vöndu að ráða enda bárust hátt í 50 sögur í keppnina. Þema keppninnar í ár var BLUE.  Sex nemendur í skólanum fengu viðurkenningu fyrir sögur sínar og af þeim fara þrír nemendur með sínar sögur áfram í úrslitakeppni milli allra framhaldsskóla á landinu.

Hlutskörpust í keppninni voru: Oddný Svava Steinarsdóttir (eini nýneminn sem fékk viðurkenningu) með söguna Blue Heart, Andri Már Bryde með Cyan Crime, Íris Árnadóttir með Morals, Jóhanna Selma Brynjólfsdóttir með Frost,  Agnar Logi Kristinsson með Bluebird og Tinna Rut Egilsdóttir með söguna Dreams.

Þau fengu bókagjöf frá Pennanum og konfekt frá enskudeildinni. Kennarar enskudeildarinnar vilja þakka öllum þeim sem tóku þátt og vonast eftir enn betri þátttöku á næsta ári.

Á efstu myndinni eru frá vinstri:

Oddný Svava Steinarsdóttir, Tinna Rut Egilsdóttir, Jóhanna Selma Brynjólfsdóttir, Agnar Logi Kristinsson, Íris Árnadóttir og Andri Már Bryde.


Sólrún Inga og Oddný Svava  Sólrún Inga og Oddný Svava

Ásta Laufey og Agnar Logi  Ásta Laufey og Agnar Logi


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira