Fyrirmyndarverkefni eTwinning

27/11/2013

  • Jóhanna Eggertsdóttir og Jan Truszczynski

Síðastliðinn föstudag fékk Borgarholtsskóli með Jóhönnu Eggertsdóttur fremsta í flokki verðlaun fyrir verkefni sem þótti til fyrirmyndar. Samstarfslönd voru: Ísland, þýskaland, Rúmenía, Pólland, Grikkland, Frakkland og Tyrkland. Verkefnið gekk út á að finna fjölbreytileika i stærðfræðinámi og kennslu í þátttökulöndunum þar sem fjölbreytileiki og þverfagleg nálgun var höfð að leiðarljósi.

Verkefnið byggðist á félagslegri nýsköpun þar sem nemendur og kennarar byggðu brýr milli landa og greina, til að mynda með því að skiptast á verkefnum, hugmyndum og myndböndum þvert á lönd og menningarhópa. Meginávinningur verkefnisins voru öflug félagsleg tengsl við önnur lönd. Einnig hefur skilningur á eigin menntakerfi og menntakerfum annarra landa aukist og leitt til víðsýni, aukinnar fagmennsku og skilnings á kostum og göllum ólíkra kerfa. Þessi samskiptavettvangur hefur einning dregið úr fordómum og neikvæðum staðalímyndum.

Meðfylgjandi mynd af Jóhönnu og Jan Truszczynski, yfirmanni Stjórnardeildar mennta- og menningarmála hjá Framkvæmdastjórn ESB tók Arnaldur Halldórsson og var hún fengin hjá Rannsóknamiðstöð Íslands.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira