Vinaleikur

21/11/2013

  • Vinaleikur

Í þessari viku stendur yfir leynivinaleikur á meðal starfsfólks Borgarholtsskóla.  Starfsmenn sjá um að gleðja leynivininn sinn á hverjum degi í þessa fimm daga.  Það er mjög fjölbreytt hvernig starfsfólkið leysir þetta, en hvert sem litið er má sjá miða með hlýlegum orðum, skrautlega pakka eða eitthvað matarkyns.   Hugmyndirnar eru margar og sendiboðar fengnir til að afhenda gjafirnar eða njósna svo ekki komist upp hver gefandinn er. 

Í hádeginu á morgun kemur svo í ljós hver er vinur hvers, en það er alveg ljóst að leikurinn hefur gefið góða tilbreytingu í hversdaginn.

Vinaleikur


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira