Geðorð á verðskulduðum stalli

20/11/2013

  • Geðorðin

Borgarholtsskóli er heilsueflandi framhaldsskóli en það er samstarfsverkefni Embættis landlæknis og framhaldsskóla landsins  og miðar verkefnið að því að efla heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks.  Áherslan hefur undanfarna vetur verið á hreyfingu og næringu en nú í vetur er sjónum beint að geðrækt. 

Geðheilsa hefur verið greind í eftirtalda þætti:

  • Sjálfsviðurkenning
  • Persónulegur þroski
  • Jákvæð samskipti við aðra
  • Sjálfsstjórn
  • Tilgangur í lífinu
  • Stjórn á umhverfi sínu (Dóra Guðrún Guðmundsdótir. 2007.)

Á þessum þáttum byggja geðorðin 10 sem hafa verið kynnt síðustu vikur, eitt geðorð í hverri viku.  Til að vekja enn frekari athygli á þeim var ákveðið að hafa þau sýnileg áfram og voru þau í dag sett upp á óvanalegan stað.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira