Lýðræðisfundur

15/11/2013

  • Lýðræðisfundur

Í apríl sl. tóku um 80 nemendur þátt í lýðræðisfundi ásamt hópi kennara sem voru borðstjórar. Markmið fundarins var að gefa nemendum kost á að tjá sig um hvað betur mætti fara í skólastarfseminni, bæði í kennslu og félagslífi. 

Margar hugmyndir fæddust og voru þær í kjölfar fundarins flokkaðar og yddaðar. Eftir stóðu 14 umbótaverkefni sem nemendur tóku afstöðu til í kosningu á netinu sem m.a. var kynnt á facebook. Nemendur voru beðnir að velja mikilvægasta umbótaverkefnið. 30% töldu mikilvægast að minnka vinnuálag síðustu vikur fyrir próf, 26% töldu mikilvægast að kennslustundir væru 60 mínútna langar. Í þriðja sæti, með 7%, varð yrðingin um að hverri önn skyldi skipt í tvær sjálfstæðar tarnir. 701 nemandi tók þátt í kosningunni sem  verður að teljast góð þátttaka.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira