Jón Gnarr í heimsókn
Jón Gnarr kom í heimsókn í gær, þriðjudaginn 12. nóvember. Bækur hans Indjáninn og Sjóræninginn eru lesnar í íslensku og af því tilefni var Jón fenginn til að koma og spjalla við nemendur á sal. Jón spjallaði um bækurnar sínar, ADHD, lesblindu, einelti og fleira. Mikil ánægja var með fyrirlestur Jóns og og var hann vel sóttur.