Athöfn í matsal vegna umhverfisviðurkenningar.

26/9/2005

Ólafur Sigurðsson skólameistari kallaði saman nemendur og kennara og sagði frá umhverfisviðurkenningu Reykjavíkur sem Borgarholtsskóla hlotnaðist í síðustu viku. Hann þakkaði m.a. nemendum fyrir þátt þeirra í að skólinn hlýtur slíka viðurkenningu og afhenti Ásgerði Kjartansdóttur ræstingastjóra viðurkenningarskjalið. Viðurkenningarskjalið ásamt verðlaunagripnum, sem skólinn fékk, verður geymt í sýningarskáp með öðrum verðlaunagripum. Verðlaunagripurinn er listaverk eftir  Huldu Hákon myndlistarmann, er nefnist “Eldurinn”. Ólafur lét listaverkið ganga milli nemenda og til umsjónarmanns sem kom því fyrir í sýningarskápnum.

Umhverfisverðlaun-2005    Umhverfisverðlaun 2005

 

Umhverfisverðlaun 2005     Listaverkið eldurinn

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira