Tveir nemendur í æfingahóp U18 í handbolta.

6/11/2013

  • Kristján Kristjánsson og Hulda Dagsdóttir

Hulda Dagsdóttir nemandi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla var á dögunum valin í æfingahóp U18 ára landsliðsins í handbolta. Liðið æfir saman undir stjórn Hilmars Guðlaugssonar og Ingu Fríðu Tryggvadóttur. Hulda er einstaklega efnileg og leikur stöðu vinstri skyttu.  Hún æfir með íslandsmeisturum Fram í meistaraflokki.

Kristján Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður var einnig valinn í æfingahóp landsliðs leikmanna yngri en 18 ára í handboltanum. Donni hefur í vetur verið að leika með meistaraflokki Fjölnis þrátt fyrir ungan aldur og staðið sig vel sem hægri skytta og hornamaður.

Við erum afar stolt af Huldu og Donna og óskum þeim innilega til hamingju og jafnframt góðs gengis á landsliðsæfingunum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira