Kennaranemar í heimsókn

5/11/2013

  • Kennaranemar úr Kvennaskólanum

Í morgun fengum við góða og skemmtilega heimsókn kennaranema úr Kvennaskólanum. Þau komu hingað til að kynna sér starfsemina á sem fjölbreyttastan máta. Bryndís skólameistari bauð þau velkomin og fræddi um starfsemina en síðan var lagt af stað í kynnisferð um húsakynnin. Kynnisferðin var rétt að byrja þegar brunabjöllurnar glumdu og við tók óvænt rýmingaræfing.  Að henni lokinni hélt ferðin áfram og lauk heimsókninni með áhorfi í sálfræði, félagsfræði og ensku.
Vonumst við til að gestirnir hafi notið heimsóknarinnar og séu margs visari.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira