Borghyltingar gefa út bækur

1/11/2013

  • Bókafrétt - Súrsæt skrímsli

Núverandi kennari og fyrrverandi nemandi eru að gefa út bækur núna fyrir jólin.
Dagur Hjartarson íslenskukennari í Borgarholtsskóla og fyrrverandi nemandi er höfundur að smásagnasafninu Eldhafið yfir okkur sem Bjartur gefur út.  Dagur hlaut Bókmenntaverðalun Tómasar Guðmundssonar haustið 2012 fyrir ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast – og fleiri einlæg ljóð.

Agnes Þorkelsdóttir Wild fyrrverandi nemandi skólans er höfundur að barnabókinni Súrsæt skrímsli sem Draumsýn gefur út.   Agnes  útskrifaðist sem leikkona frá East15 leiklistarskólanum í vor.  Leikhópurinn hennar vann til l verðlauna á Edinborgarfestivalinu í ágúst sl. og fengu í verðlaun tækifæri til að sýna sýninguna sína í tvær vikur í leikhúsi í London nú í september. 

Bókafrétt - Eldhafið yfir okkur


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira