Unnum lífshlaupið

25/10/2013

  • Lífshlaupið

Lífshlaup framhaldsskólanna fór fram 3.-16. október.  Lífshlaupið er hugsað til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka hreyfingu í frístundum. 

Úrslitin í lífshlaupinu 2013 liggja nú fyrir og að þessu sinni voru tveir skólar  í 1. sæti, Borgarholtsskóli og Fjölbrautaskólinn í Ármúla.  Í Borgarholtsskóla voru 374 einstaklingar skráðir til leiks og hreyfðu þeir sig í 219369 mínútur til samans, en í Fjölbrautaskólanum í Ármúla voru 998 sem tóku þátt og hreyfðu þau sig í 121144 mín.

Vel að verki staðið!


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira