Nemendur í skiptinám
Sex nemendur af listnámsbraut fara í skiptinám til útlanda í næstu viku í tenglsum við ArtECult styrk sem listnám Borgarholtsskóla fékk frá Menntaáætlun Evrópusambandsins á Íslandi. Um er að ræða einstakt tækifæri þar sem nemendur dvelja í fjórar vikur í erlendum samstarfsskólum og stunda nám á listnámsbrautum.
Tveir nemendur munu dvelja í Raahe, tveir í Nakkila og enn tveir í Tartu í Eistlandi.