Geðheilbrigðis- og heilsudagur

3/10/2013

  • Geðheilbrigðisdagurinn

Geðheilbrigðis- og heilsudagur verður haldinn í Borgarholtsskóla 10. okt. nk.  
Þann dag kl. 11.20-12.20 verður skólastarf brotið upp og nemendum gefst kostur á að taka þátt í hreyfingu eða hlusta á fyrirlestur.   Allir nemendur skólans þurfa að skrá sig fyrirfram á þann viðburð sem þeir vilja taka þátt í.  Skráning fer fram í matsal skólans mánudaginn 7. okt. og þriðjudaginn 8. okt. kl.12.40-13.20.   
Í boði er:

  • Körfubolti og handbolti – íþróttahúsið Dalhúsum
  • Knattspyrna, skautar, hot jóga, zumba, karate og keila – Egilshöll
  • Lyftingar og spinning – World class, Spöngin
  • Slökun og teygjur – World class, Spöngin
  • Spilahópur – skólinn
  • Innhverf íhugun fyrirlestur – skólinn
  • Geðfræðsla Hugarafls – fyrirlestur – skólinn

Það kostar ekkert að taka þátt, nema í keilu en það kostar 500 kr og þarf að greiða við skráningu.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira