Smásagnakeppni fyrir framhaldsskóla

26/9/2013

  • Esjan

Félag enskukennara á Íslandi (FEKI) stendur fyrir smásagnakeppni fyrir framhaldsskóla annað árið í röð. Nemendur Borgarholtsskóla eru eindregið hvattir til þess að taka þátt. Smásagan má vera 2-3 bls. að lengd, skrifuð á ensku, tölvuunnin og þema skal tengjast hugtakinu BLUE. Skilafrestur er til 13. nóvember 2013 (sendist til enskukennara að eigin vali). Enskukennarar BHS velja þrjár bestu sögurnar sem taka svo þátt í keppninni á landsvísu. Salka bókaforlag og kanadíska og indverska sendiráðið veita verðlaun. Athyglisverðustu smásögur Borgó fá viðurkenningu frá Pennanum og enskudeildinni við sérstaka athöfn í veitingasal skólans í nóvemberlok.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira