Uppgangur hjá afreksnemendum

12/9/2013

  • Arnór Gauti Ragnarsson

Nemendur á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla gera það einstaklega gott um þessar mundir. Um síðustu helgi var Arnór Gauti Ragnarsson valinn á æfingar U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Gríðarleg samkeppni er í þessum aldurshópi og skólinn því afar stoltur af sínum manni.

Í vikunni var svo valið í hópinn hjá U17 landsliði kvenna fyrir æfingar sem verða næstu helgi.  Þar voru fjórar stúlkur af afrekssviði valdar en það eru þær Diljá Mjöll Aronsdóttir,  Hulda Hrund Arnarsdóttir, María Eva Eyjólfsdóttir og  Nína Kolbrún Gylfadóttir. Frábær árangur hjá þessum stúlkum en Hulda, María Eva og Nína hafa nú þegar spilað fyrir hönd Íslands með unglingalandsliðinu á sl. ári. Liðið er komið í milliriðil Evrópumótsins og fer til Rúmeníu í lok mánaðar til að keppa um sæti í lokakeppni mótsins.

Að auki standa nokkrir nemendur í ströngu í deildarkeppnum með sínum liðum. Þar ber hæst Elvar Ingi Vignisson leikmaður Aftureldingar en hann hefur nú þegar skorað 3 mörk í sumar en nú þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni á liðið góðan möguleika á að vinna sér sæti í 1. deild.
Diljá Mjöll Aronsdóttir, Hulda Hrund Arnarsdóttir, María Eva Eyjólfsdóttir og Nína Kolbrún Gylfadóttir

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira