Korpúlfar taka til hendinni
Eftir hádegi í dag birtust tveir karlar og tvær konur á skólalóð Borgarholtsskóla og voru þau mætt til að taka til og tína upp rusl. Þetta voru félagsmenn í Korpúlfum, sem eru samtök eldri borgara í Grafarvogi. En sá félagsskapur hefur einmitt látið til sín taka í því að laga og bæta umhverfi sitt. Framtakið er lofsvert og mættu fleiri taka sér þennan dugnað til fyrirmyndar.