Korpúlfar taka til hendinni

12/9/2013

  • Korpulfar taka til

Eftir hádegi í dag birtust tveir karlar og tvær konur á skólalóð Borgarholtsskóla og voru þau mætt til að taka til og tína upp rusl.  Þetta voru félagsmenn í Korpúlfum, sem eru samtök eldri borgara í Grafarvogi.  En sá félagsskapur hefur einmitt látið til sín taka í því að laga og bæta umhverfi sitt.  Framtakið er lofsvert og mættu fleiri taka sér þennan dugnað til fyrirmyndar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira