Egmont skólinn í heimsókn

12/9/2013

  • Egmont_heimsokn_2013

Núna í vikunni fékk Borgarholtsskóli ánægjulega heimsókn frá nemendum og starfsfólki í Egmont skólanum.  Egmont skólinn er í bænum Hou, sem staðsettur er á Jótlandi í Danmörku. 

Skólinn er þekktur fyrir jafnréttisstefnu sína í víðasta skilningi þess orðs.  Í skólanum hafa allir sömu tækifæri og njóta sömu aðstæðna til náms, t.d. er lyfta upp í hæstu sundlaugarrennibrautina.   Nánari upplýsingar um skólann er hægt að finna á heimasíðu hans. 

Á mánudaginn var  lýðræðislegur umræðufundur um aðgengi og fleira.  Þátttakendur voru, auk gestanna, nemendur af þjónustubrautum og sérnámsbraut Borgarholtsskóla. Eftir hádegi voru kennarar Egmont skólans með kynningarfund um skólann, þar sem þeir lýstu aðferðum hans, s.s. blöndun fatlaðra og ófatlaðra nemenda.

Á þriðjudag var farið með gestunum á Gullfoss og Geysi.

Á miðvikudag var farið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem gerð var rannsókn á aðgengi fatlaðra að verslunum og veitingahúsum.  Niðurstaðan var ekki góð og kom hinum dönsku nemendum á óvart.   Stöð 2 flutti frétt af þessari rannsókn.

 Í dag verður aftur farið í miðbæ Reykjavíkur, en að þessu sinni í ratleik, þar sem nemendum verður blandað í hópa.

Á morgun, föstudag, verður svo þessi 35 manna danski hópur kvaddur.

Egmont_heimsokn_2013

Egmont_heimsokn_2013

Egmont_heimsokn_2013

Egmont_heimsokn_2013


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira