Busavígsla haustið 2013
Að þessu sinni fór busavígslan fram við skólann, en ekki við Gufunesbæ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Nýnemar voru sóttir í tíma kl. 9.30 og þeim safnað saman í matsal skólans. Þeim var svo stillt upp í röð fyrir utan skólann og gengu fylktu liði með eldri nemendum í bílaportið sem er austan við aðalbygginguna. Þar var búið að koma upp þrautabraut sem nýnemar þurftu að fara í gegnum. Í lokin var boðið upp á grillaðar pylsur sem kennarar sáu um að framreiða. Nýnemar fengu svo frí það sem eftir var dagsins, en eldri nemendur settust aftur á skólabekk.
Nemendafélagið sá um undirbúning vígslunnar í góðu samstarfi við félags- og forvarnarfulltrúa og skólastjórnendur.
Í kvöld verður busaball á Spot, þar sem Intro Beats, Love Guru og Svitabandið sjá um að halda uppi fjörinu. Húsið opnar kl. 22 og ballið stendur til kl. 01.00.