Nemendur láta gott af sér leiða

29/8/2013

  • Nina-Afzal_lífsleikniverkefni

Á seinustu önn tók hópur í lífsleikni 113 sig til og safnaði pening til að tryggja ungri stúlku í Jarnawala í Pakistan skólagöngu í heilt ár. Hópurinn var með söfnun sem fól meðal annars í sér að selja kaffi. Í sumar barst hópnum síðan þakklætisbréf frá stúlkunni henni Ninu. Hér má sjá stúlkuna með mynd og hvatningarorð frá hópnum.

Vinna hópsins var til fyrirmyndar og vonandi að hún verði hvatning til annarra hópa sem vilja láta gott af sér leiða.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira