Heimsókn listamanna frá Þýskalandi.

12/9/2005

Í tengslum við minningarhátið um Karl Sighvatsson tónlistarmann, sem hefði orðið 55 ára á þessu ári hefði hann lifað, kom hingað til lands á vegum vina Karls hópur listamanna sem taka þátt í þessari minningarhátíð.

Búið er að reisa stóran minnisvarða til minningar um Karl Sighvatsson tónlistarmann skammt frá Eyrarbakka. Minnisvarðinn er aðallega gerður úr grjóti sem höggvið er út af Þýska listamanninum Johannes Matthissen.

Johannes kom hingað til lands ásamt Stradivaríus Sellóleikaranum Albert Roman ásamt 10 manna hrynlistahóp sem einnig kemur frá Þýskalandi.

Fyrirlestur hans í Borgarholtsskóla fjallaði um hvernig hann vinnur með ungu fólki að listsköpun sinni og hvernig hann vill gefa eitthvað til samfélagsins og stuðla að bættum samskiptum milli manna og náttúru.

Hrynlistahópurinn sýndi listir sínar og fékk áhorfendur til að taka þátt með umræðum og hreyfingu.

karl_sighvats_002      karl_sighvats_003

 

Hrynlistahópur frá Þýskalandi          Hrynlistahópur frá Þýskalandi
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira