Nemandi BHS fær viðurkenningu í eðlisfræði

16/7/2013

  • Íslensku keppendurnir á Ólympýuleikunum í eðlisfræði

Fyrir skömmu fóru ólympíuleikarnir í eðlisfræði fram í Kaupmannahöfn. Einn liðsmanna íslensku sveitarinnar var Pétur Rafn Bryde sem keppir sem nemandi Borgarholtsskóla. Pétur Rafn útskrifaðist reyndar af náttúrufræðibraut skólans í desember 2012 en hefur þó enn rétt til þátttöku í keppniunni. Var hann dúx og hlaut eina hæstu meðaleinkunn í sögu skólans.

Pétur var einn af tveimur liðsmönnum íslenska liðsins sem hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu sína.

Sjá nánar í  frétt á ruv.is.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira