Innritun lokið í dagskóla
Nú er innritun fyrir haustönn 2013 lokið. Var aðsókn að skólanum mjög góð og hefur nýnemum verið sent bréf með mikilvægum upplýsingum um skólabyrjun í haust. Enn er þó hægt að sækja um nám á námsbrautum sem kenndar eru í dreifnámi.
Sérstök kynning verður fyrir nemendur sem eru að koma úr grunnskóla miðvikudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Opnað verður fyrir rafrænan aðgang að stundartöflum í Innu þann 19. ágúst og hefst kennsla þann 22. ágúst (sjá www.inna.is/Nemendur/).
Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 25. júní vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur 8. ágúst.
Við hlökkum til að hitta nemendur í ágúst og bjóðum nýja nemendur sérstaklega velkomna.