Grafarvogsdagur

7/9/2005

Næstkomandi laugardag 10. september er hinn árlegi Grafarvogsdagur og er þema dagsins hreyfing. Hátíðahöld verða í og við Borgaskóla og í Egilshöll.

Nemendur af listnámsbraut Borgarholtsskóla verða með innlegg í dagskrána.

Nemendur í fjölmiðlatækni í Borgarholtsskóla verða með beinar sjónvarpsútsendingar á netinu frá dagskrá Grafarvogsdagsins 10. september 2005. Útsendingin hefst kl. 14 og mun standa til kl. 22 um kvöldið. Sent verður út frá Borgaskóla í Grafarvogi þar sem veigamikill hluti af dagskrá Grafarvogsdagsins fer fram. Hægt verður að fylgjast með vinnu nemenda við útsendinguna meðan hún fer fram. Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira