Grafarvogsdagur
Næstkomandi laugardag 10. september er hinn árlegi Grafarvogsdagur og er þema dagsins hreyfing. Hátíðahöld verða í og við Borgaskóla og í Egilshöll.
Nemendur af listnámsbraut Borgarholtsskóla verða með innlegg í dagskrána.
Nemendur í fjölmiðlatækni í Borgarholtsskóla verða með beinar sjónvarpsútsendingar á netinu frá dagskrá Grafarvogsdagsins 10. september 2005. Útsendingin hefst kl. 14 og mun standa til kl. 22 um kvöldið. Sent verður út frá Borgaskóla í Grafarvogi þar sem veigamikill hluti af dagskrá Grafarvogsdagsins fer fram. Hægt verður að fylgjast með vinnu nemenda við útsendinguna meðan hún fer fram.