Samvinna og sýning listnema á Sólheimum

31/5/2013

  • Þátttakendur í verkefninu

Tuttugu og sex listnámsnemendur og kennarar frá fjórum löndum munu dvela í vinnubúðum á Sólheimum í Grímsnesi dagana 2. - 6. júní næstkomandi til að leggja lokahönd á tveggja ára samstarfsverkefni á sviði list- og verkmenntunar. Verkefnið gengur undir nafninu TIA (Tradition, Innovation and Assessment in Vocational Art Education and Traning) og er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins. Tilgangur þess er að efla samvinnu milli landa í list- og verkgreinum.

Íslensku þátttakendurnir eru nemendur og kennarar í Borgarholtsskóla í Reykjavík en auk þeirra koma þátttakendur frá listaskólum í Eistlandi, Lettlandi og Ítalíu. Verkefnið hófst í Eistlandi og Lettlandi, því næst á Ítalíu og lýkur með vinnubúðunum á Sólheimum.

Sýning á afrakstri þessarar samvinnu verður haldin í Sesseljuhúsi á Sólheimum fimmtudaginn 6. júní nk. frá kl. 17:00 - 19:00. Auk teikninga, ljósmynda og bóka verða sýnd stutt myndbrot frá dvöl hópanna í löndunum fjórum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri: Kristveig Halldórsdóttir / 6990700 / kristveig@bhs.is.

TIa-logo


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira