Samstarf BHS og grunnskóla

27/5/2013

  • Malmval

Samstarf Borgarholtsskóla við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á sviði starfsmenntunar hefur vakið athygli. Um er að ræða val í málm- og véltæknigreinum sem grunnskólanemum víðs vegar að af höfðuborgarsvæðinu býðst að taka. Kennt er einu sinni í viku allan veturinn og er náminu skipt upp í styttri lotur. Sjá nánar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytissins og í meðfylgjandi skjali.
Málmtækni fyrir grunnskólanemendur

Egill Þór MagnússonEgill Þór Magnússon, kennari við málm- og véltæknideild, hefur verið í forsvari fyrir samstarfinu fyrir hönd skólans. Hann hefur unnið ötullega að því að kynna þetta námstilboð fyrir skólum á höfðuborgarsvæðinu. Egill Þór var ásamt nemendum sínum, þeim Karen Vignisdóttur og Ólafi Árnasyni, í viðtali í útvarpsþættinu Sjónmáli þann 21. maí sl.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira