Davíð kenndi starfsfólki golf

18/5/2013

  • Magnús sigurvegari

Starfsfólk Borgarholtsskóla skellti sér á golfnámskeið í síðustu viku í sól en smá roki á golfvelli Kjalar í Mosfellsbæ. Það var Davíð Gunnlaugsson kennari á afreksíþróttasviði í golfi sem tók að sér að kenna starfsfólkinu vipp, pútt og fleira. Starfsfólkið var einstaklega ánægt með þetta námskeið og lærðu allir eitthvað nýtt með golfkylfuna. Davíð setti upp ýmsar skemmtilegar æfingar og endaði námskeiðið á móti þar sem keppt var á par-3 holu velli Kjalar. Magnús Hlynur, eðlis- og efnafræðikennari fór með sigur af hólmi en hann keppti í flokki lengra kominna.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá námskeiðinu.
IngaOskPuttarhopmyndputtad


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira