Afrekshandboltakrakkar glorhungraðir í Frakklandi

18/5/2013

  • afrek13_3

Nemendur af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla æfa nú og keppa í Frakklandi. Í gær kepptu krakkarnir við unglingalið HBC Nantes og unnu nauman 19:18 sigur eftir að vera undir allan leikinn. Okkar lið vann þarna flottan sigur á góðu liði. Í leiknum voru dómararnir að prófa myndatökubúnað sem er hengdur við eyrað og sendir beint út í sjónvarp. Nemendur eru því að upplifa tæknina í sinni nýjustu mynd í Nantes.

Sveinn Þorgeirsson sem kennir nemendum á afreksíþróttasviði fylgir nemendum í þessa skemmtilegu ferð en í kvöld horfa þau á Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Nantes spila í undanúrslitum EHF-bikarsins í handknattleik. Löwen gegn Göppingen og Nantes gegn danska liðinu Tvis Holstebro. Sigurliðin mætast svo á morgun í leik um gullið. Nemendurnir hafa skrifað dagbók úr ferðinni. Hér má sjá brot úr henni.

afrek13_2

Þriðjudagur 13 maí.
Lögðum af stað klukkan hálf 5 um nóttina og mikil gleði var í öllum bílum sérstaklega þegar Stefanía gleymdi sjúkrakortinu sínu og þurfti að snúa við og ná í það :)))) 
Þegar komið var á flugvöllinn voru allir ferskir og spenntir . Mikið var um svefn í flugvélinni, þá sérstaklega hjá Svenna (Sveini kennara) en Svenni var samt eiginlega of massaður fyrir sætið sitt og rakst vagninn hjá flugfreyjunum alltaf í hann. Reynt var að svindla á okkur við komuna til Parísar en það virkaði nú alls ekki á okkur. Rútuferð var tekinn til lestarstöðvarinnar þar sem Helgi og Bjarki héldu rútunni heitri með því að horfa á skemmtilega mynd á tölvunni og hafa allt í botni en það fannst einum Frakka mjög indælt sem sat bakvið þá  Loksins var komist á lestarstöðina en þá var haldið í pissuleiðangur og svo rétt náðist að hoppa uppí lestina. Breki er ekki sannur Frakki og mun ekki treysta sér í að kaupa aftur langloku ala la france með díónsinnepi, en það var mikil heppni fyrir hann Svenna sem var hungry like the wolf og át samlokuna með bestu lyst. 
afrek13_1Lestarferðin heppnaðist mjög vel fyrir utan það að fyrir okkur hungruðu úlfana þá var ekki einn einasti brauðmoli um borð fyrir utan allt nammið sem var borðað. Klukkan 18:15 vorum við kominn til Nantes og það eina sem var hugsað um var matur. Loksins vorum við kominn á heilsuhótelið ala Campanille og er þjónustufólk þar ekki það besta í erlendum tungumálum, það er að segja ensku. Mikið var rökrætt um gjaldið á morgunverðinum en það hækkaði fljótt uppúr 7 evrum í 10 evrur og það var nú ekki tekið til greina og keypt verður morgunmatur í búðinni, sögusagnir segja að Bjarki ætli að elda lummur annan hvern dag. Loksins eftir mikið þras var leiðinni haldið uppá allar hæðir hótelsins áður en við loksins völdum réttu hæðina. Mikið var pælt þegar inn var komið á herbergin hvort við værum komin á eitthvað detox hótel þar sem grænt og lífrænt er greinilega í uppáhaldi hér. Gunnar Steinn (Jónsson, íslenskur leikmaður Nantes) kom okkur til bjargar og keyrði okkur á Subway þar sem virkilega var reynt á kunnáttu okkar í að reyna að segja eitthvað á frönsku en endaði bara með því að allir sögðu já , nei og fengu bara eitthvað á bátinn sinn. Langt síðan svona mikið hafði verið að gera hjá þeim á Subway og við í the wolfpack kláruðum flest allt hráefnið sem til var. Við þökkum Gunnari Steini og konunni hans Elísabetu innilega fyrir hlýjar og æðislega móttökur. Leiðinni var afrek13_4svo haldið heim á heilsuhótelið og var reynt að finna Eurovision í svona hálftíma á öllum stöðum en það gekk ekki svo endað var á kósyheitum og svo auðvitað samkvæmt dagskránni ró á herbergjum kl 23:00. Öllum hlakkar til morgundagsins og hvað við munum gera. 
Þangað til á morgun.
xoxo
p.s. lag dagsins er klárlega þetta
http://www.youtube.com/watch?v=oOg5VxrRTi0

-Nemendur á afreksíþróttasviði í handbolta


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira