Frábært framtak hjá nemendum

29/4/2013

  • ABC barnahjálp

Undanfarnar vikur hefur nemendahópur í lífsleikni LKN113 haft það að markmiði að safna 36.000 krónum til að styrkja eitt barn í gegnum eins ár skólagöngu í Jaranwala Pakistan. Nemendur gáfu allir pening og í samstarfi við Kaffitár seldu þau kaffibollann á 150 krónur til þess að ná markmiðinu.

Stúlkan sem hópurinn ætlar að styrkja heitir Nina Afzal og stefnir á að verða hjúkrunarfræðingur. En með jákvæðni og umhyggju tókst hópnum ætlunarverk sitt og gott betur og söfnuðust hátt í 40 þúsund krónur. Við erum ákaflega þakklát þeim sem aðstoðuðu okkur og vonumst til þess að þetta verði öðrum hópum til fyrirmyndar.

Unnur kennari tók meðfylgjandi mynd af hluta lífsleiknihópsins.

Lífsleiknihópur selur kaffi til styrktar Ninu Afzal


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira