Menningarmót í lífsleikni
Menningarmót var haldið í lokatíma í lífsleikni á þriðjudag. Það fór þannig fram að nemendur komu með eitthvað sem þeim er kært og langaði til að sýna. Úr varð hin besta sýning á hinum ýmsu hlutum.
Fyrirkomulagið var þannig að nemendur voru í tveimur stofum (103 og 105) og var hópnum skipt í tvennt. Þ.e. nemendur úr annarri stofunni fóru og skoðuðu hjá nemendum í hinni stofunni og öfugt.
Einng var haldið svokallað „Pálínuboð“ þar sem nemendur komu með eitthvað matarkyns á sameiginlegt hlaðborð.
Menningarmótið var hluti af verkefni Borgarbókasafnsins Fljúgandi teppi undir stjórn Kristínar Vilhjálmsdóttur og hefur samstarfið við bókasafnið hafi verið sérstaklega ánægjulegt.