Lýðræðislegur skólafundur

16/4/2013

  • Lýðræðislegur skólafundur 2013

Hátt í 70 nemendur mættu föstudaginn 12. apríl á lýðræðisfund í matsal skólans. Valinn hópur kennara leiddi umræðurnar.

Tilgangurinn var að skapa sameiginlegan grundvöll nemenda og starfsfólks til gagnrýninnar umræðu um það sem betur mætti fara í skólastarfinu.

Nemendur spurðu sig: Hverju viljum við breyta? Hvernig má bæta skólastarfið? Þetta kom m.a. fram:

  1. Matur þarf að vera fjölbreyttari og ódýrari.
  2. Kennarar noti múðluna og skrái niður verkefni sem farið er í hverju sinni.
  3. Hraðsuðuketil þarf fyrir nemendur sem drekka te.
  4. Bæta þarf loftræstikerfi skólans.
  5. Rýmka skóreglur.
  6. Stytta kennslustundir í 60 mínútur.

Fullyrða má að tillögur nemenda nýtist vel til að gera góðan skóla betri.

Tilraun um lýðræðisfund tókst vel og verður okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut.

Lýðræðislegur skólafundur 2013
Lýðræðislegur skólafundur 2013
Lýðræðislegur skólafundur 2013


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira