Jaranwala skólinn í Pakistan

13/4/2013

  • skolastofurnar1

Látum gott af okkur leiða

Það vantar stuðningsaðila fyrir 291 barn við skólann í Jaranwala í Pakistan en aðeins 95 af 386 börnum sem nú stunda nám í skólanum eru komin með stuðningsaðila.
Áhugasamir hafi samband við skrifstofu ABC í s. 414-0990 eða senda póst til abc@abc.is.

Þeir sem sjá sér ekki fært að greiða mánaðarlega með einhverju barni geta lagt upphæð að eigin vali inn á reikning 344-26-1000 (kt. 690688-1589).  Munið að skrifa „Góðgerðahlaup BHS“ í dálkinn „Tilvísun“ eða „Skýring greiðslu“.

Jólakveðja frá PakistanJólakveðja frá nemendunum í Jaranwala

Hvers vegna ættum við að styrkja skólann?

Börnin sem ganga í skóla ABC barnahjálpar í Pakistan eru flest frá kristnum heimilum en kristnir í Pakistan eru aðeins um 1% þjóðarinnar. Börnin sem tekin eru inn í skólana koma öll úr gríðarlegri fáækt og í flestum tilfellum hafa foreldrar þeirra ekki efni á að senda þau í skóla. Oft eru líka aðstæður þannig að börnin þurfa að vinna til að hjálpa til við að framfleyta fjölskyldunni.

Jaranwala skólinn var verkefni sem nemendur og kennarar í Borgarholtsskóla tók að sér að fjármagna. Skólastarfið í Jaranwala hófst þann 1. september 2006 í leiguhúsnæði, en enginn skóli var fyrir í þorpinu. Nýja skólahúsið var tekið í notkun í apríl 2007 og stunda 386 börn við skólann frá forskóla upp í 5. bekk. Eftir það fara þau í Mahike heimavistina. Jaranwala skólinn þjónar einnig átta nærliggjandi þorpum.

Frétt frá árinu 2007 um byggingu skólans.

Skóli ABC barnahjálpar og Borgarholtsskóla í Pakistan

Á myndinni má sjá Maxwell Ditta sem var um tíma enskukennari við Borgarholtsskóla en hann fæddist í Pakistan. Með honum á myndinni er Guðrún Margrét Pálsdóttir formaður ABC. Þau standa við veggmynd í Jaranwala skólanum.

Vefur ABC barnahjálpar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira